AÐRAR VÖRUR
7.5.2010 - Vika eitt

Föstudagur, fimmti dagur


Flugan hóf sig til flugs seint síðastliðið sunnudagskvöld og hefur nú verið á sveimi í fimm virka daga.

Viðtökurnar hafa verið framar vonum, heimsóknafjöldi mikill og viðbrögð góð.  Fjölmargir hafa haft samband og þakkað framtakið.  Ekki síst eru veiðimenn ánægðir með sanngjarnt verðlag Flugunnar. 

Netspjallið hefur fengið mikla athygli og er mikið notað enda hafa starfsmenn verið á vakt lungann úr sólarhringnum alla vikuna önnum kafnir við uppbyggingu vefsins.

Fyrstu viðskiptavinir hafa fengið pantanir sínar afhentar og vonum við að flugurnar uppfylli væntingar veiðimanna.

Sjálf erum við fullviss um að flugan stendur að minnsta kosti jafnfætis þeim bestu í gæðum og enginn þarf að vera í vafa um hvar hagstæðast er að panta flugur.

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is