| Um okkur Flugan.is er lítil og einföld sérverslun á internetinu ætluð fluguveiðimönnum. Markmið með stofnun þessarar netverslunar er að bjóða gott úrval af vönduðum, vel hnýttum og veiðnum flugum á góðu verði.  Einnig hefur Flugan.is á boðstólum úrval af smáhlutum ætluðum fluguveiðimönnum svo og sitthvað til fluguhnýtinga. Ekki stendur til að bjóða stærri hluti á borð við stangir, vöðlur, skó og fatnað hjá Flugunni, eða a.m.k. ekki til að byrja með. Rekstraraðili Flugunnar er Bráð ehf., kt. 420398-2049, til heimilis að Síðumúla 8, 108 Reykjavík.  Virðisaukaskattnúmer Bráðar er 57532. Bráð ehf. er í eigu Ólafs Vigfússonar og Maríu Önnu Clausen en þau hafa stundað fluguveiði í áratugi og þjónustað veiðimenn árum saman. Hafir þú spurningar skaltu sendia okkur línu á flugan@flugan.is eða með skilaboðakerfinu hér á vefnum. Þakka þér fyrir að líta við í sérverslun fluguveiðimannsins á netinu.  Við erum þér þakklát fyrir það. Veiðikveðjur,María og Óli
   
 |