AÐRAR VÖRUR
21.7.2011 - Flugubarinn í Veiðihorninu

Nú nýverið var tekinn í notkun nýr flugubar í Veiðihorninu Síðumúla 8


 Í vor var tekinn í notkunn nýr flugubar í Veiðihorninu Síðumúla 8 en flugurnar sem eru á boðstólum hér í flugubúðinni á netinu eru einnig fáanlegar á flugubar Veiðihornsisn og á sama verði.

Flugubarinn er eftir bandarískri fyrirmynd en aðlagaður að fluguúrvali því sem við þekkjum.  Allar helstu straumflugur og laxaflugur eru nældar í svamp í efri hillum barsins en silungaflugum og túpum komið fyrir í hólfum í skúffum þar undir.

Flugubarinn sem er tæpir 10 fermetrar geymir eitt mesta úrval landsins af vönduðum, vel hnýttum og veiðnum flugum á góðu verði. 

Allar flugur eru vel merktar.  Veiðimenn geta því í ró og næði valið sér flugur í veiðiferðina eða notið aðstoðar reyndra veiðimanna Veiðihornsins.

Viðskiptavinum Veiðihornsins á landsbyggðinni gefst kostur að nálgast góðar flugu á góðu verði hér í flugubúðinni á netinu.  Allar pantanir sem berast fyrir hádegi eru sendar samdægurs en aðrar næsta virka dag.  Pantanir eiga því að berast viðskiptavinum degi eftir pöntun.

En sjón er sögu ríkari og því viljum við hvetja veiðimenn sem hafa tækifæri til til þess að kíkja á barinn í Veiðihorninu.

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is