AĞRAR VÖRUR
5.5.2010 - Nıtt hjá Flugunni

Þetta bættist við í gær


Stöðugt bætist við á vef Flugunnar.  Í gær bættust við 6 púpur í flokki silungaflugna í netverslun.

Í netverslun Flugunnar bættust einnig við Ron Thompson Energizer flugulínan sem fékk nýverið góða dóma í enska tímaritinu Trout & Salmon.  Og síðast en ekki síst býður Flugan nú viðskiptavinum sínum sökkenda á flugulínur.

Þá birti Flugan í gærkvöld fyrstu fróðleiksmolana og fjölluðu þeir einmitt um sökkenda.  Fleiri fróðleiksmolar munu bætast við og vonum við að þeir gagnist veiðimönnum. 

Að lokum má geta þess að fáeinar uppskriftir bættust einnig við í gær og fjölgar þeim jafnt og þétt.  Fluguhnýtarar hafa verið í sambandi við Fluguna og þakkað það framtak sérstaklega.

Flugan sem fylgir þessari frétt er Alma Rún.  Höfundur Ölmu Rúnar er hafnfirðingurinn Sigursteinn Húbertsson og nefndi hann fluguna í höfuð barnabarns síns.  Sigursteinn eða Stenni eins og hann er kallaður sá eitt sinn lirfu á steini við Hlíðarvatn og hnýtti þessa fengsælu flugu eftir henni.  Frá því Alma Rún kom fram á sjónarsviðið hefur hún reynst einhver fengsælasta bleikjuflugan hér á landi.
Sú Alma Rún sem þú færð í Flugunni er íslensk, hnýtt af Stenna sjálfum.

Deila |


Til baka

www.flugan.is - Netverslun fluguveiðimannsins - flugan@flugan.is